Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 232 svör fundust

Lifa villtir fílar í Kína?

Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...

Nánar

Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...

Nánar

Hvað er umhverfi?

Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...

Nánar

Hver eru markmið Ríósáttmálans?

Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum in...

Nánar

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

Nánar

Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?

Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...

Nánar

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?

Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

Nánar

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...

Nánar

Eru til eitraðar skjaldbökur?

Engar tegundir innan yfirættar skjaldbakna (Chelania) framleiða eitur, hvort heldur er til sjálfsvarnar eða veiða. Slíkt er þó vel þekkt innan nokkurra hópa hryggdýra, svo sem froska og slangna. Skjaldbökur hafa hins vegar þróað með sér aðra vörn; stóran og sterkan skjöld sem þær draga nafn sitt af. Hann er s...

Nánar

Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands. Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna ...

Nánar

Fleiri niðurstöður